Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

15 ára undir stýri í fylgd með fullorðnum
Föstudagur 2. nóvember 2007 kl. 09:32

15 ára undir stýri í fylgd með fullorðnum

Við almennt umferðareftirlit í nótt stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum bifreið þar sem í ljós kom að ökumaður hennar var einungis 15 ára. Eigandi bifreiðarinnar sat í farþegasætinu og hafði veitt þeim unga leyfi til að aka. Báðir eiga þeir von á kæru fyrir athæfi sitt.
All nokkrir ökumenn hafa verið teknir í vikunni vegna hraðaksturs í umdæmi Suðurnesjalögreglu. Þannig voru þrettán ökumenn hirtir í fyrradag. Sá sem hraðast ók mældist á 143 km/klst á Reykjanesbrautinni.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024