Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

15 ára á stolnum bíl
Mánudagur 21. febrúar 2005 kl. 09:29

15 ára á stolnum bíl

Lögreglan í Keflavík stöðvaði 15 ára ökumann á Garðvegi árla í gærmorgun. Var jafnaldri hans með honum í bílnum, en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að félagarnir höfðu stolið bílnum í Reykjanesbæ.

Eigandinn hafði skilið bílinn eftir ólæstan og var lykillinn í öskubakkanum. Forráðamenn ökumannsins, sem er grunaður um ölvun, og farþegans voru kallaðir á lögreglustöð ásamt fulltrúa frá félagsmálayfirvöldum. Ungmennin voru látin laus eftir yfirheyrslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024