15.000 í strætó frá Garði og Sandgerði
Alls hafa 15.000 farþegar nýtt sér þjónustu Strætó Garðs og Sandgerði fyrstu 7 mánuði ársins 2011. Þjónustan hefur því margsannað sig, segir í fundargerð bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs.
Verkefnið er samstarfsverkefni Garðs, Sandgerðis, SBK og Hópferða Sævars. Samstarfið og þjónustan er til fyrirmyndar og hefur skilað miklum og góðum árangri fyrir íbúa sveitarfélaganna, segir jafnframt.