14 þúsund íbúar í Reykjanesbæ
Reykjanesbær er 14 ára í dag en svo skemmtilega vill til að á afmælisdaginn eru íbúarnir orðnir 14 þúsund og hefur þeim fjölgað um 28% á síðustu fjórum árum.
Við sameininguna árið 1994 voru íbúar 10.347. Á árunum 2001 - 2002 fækkaði þeim um 30 manns en í árslok 2002 voru þeir 10,914.
Í tilefni dagsins verða veitt í fyrsta sinn hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar í Bíósal Duushúsa kl. 17:00 í dag.
Verðlaunin eru veitt fyrir starf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.
Markmið hvatningarverðlaunanna er að vekja athygli á gróskumiklu starfi skólanna og stuðla að nýbreytni og þróunarstarfi. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu nemenda og foreldra og staðfesting á því að skólinn sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir.
Af vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is.