14 ára tekinn við akstur
Lögregla hafði í nótt afskipti af 14 ára stúlku sem ók bifreið í Vogum og var að sjálfsögðu ekki komin með tilskilin réttindi til aksturs. Með henni í bifreiðinni var 18 ára vinur hennar sem hafði leyft þeim henni að aka.
Stúlkan þarf ekki að óttast refsingar sökum aldurs, en „vinurinn“ má búast við sekt fyrir athæfið.