14 ára tekinn undir stýri
14 ára piltur var tekinn höndum af lögrleglu í Sandgerði í gærmorgun þar sem hann var að aka bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi heima hjá sér. Stöðvaði hann ekki bifreiðina fyrr en eftir nokkurn eltingarleik, en hann mun þó ekki hafa verið á miklum hraða.
Einn útafakstur varð á Sandgerðisvegi en engin slys á fólki.






