14 ára ökumaður með ölvaða farþega
Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfararnótt sunnudagsins sl. reyndist aðeins vera fjórtán ára og þar af leiðandi réttindalaus. Með honum í bifreiðinni voru tveir farþegar sem báðir voru ölvaðir. Málið var tilkynnt til forráðamanna piltsins og einnig til barnaverndarnefndar.
Annar ökumaður ók bifreið sem var án skráningarmerkja. Að auki var hann ekki í bílbelti við aksturinn. Þá voru höfð afskipti af fáeinum ökumönnum sem fóru ekki að umferðarreglum, ss. með því að virða ekki stöðvunarskyldu.