Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

14,6% atvinnuleysi á Suðurnesjum í lok mars
Föstudagur 14. maí 2010 kl. 09:41

14,6% atvinnuleysi á Suðurnesjum í lok mars


Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 14,6% í lok síðasta mánaðar og hafði minnkað úr 14,9% frá lokum marsmánaðar. Fjöldi atvinnulausra minnkaði úr 1.623 í 1.590, samkvæmt samantekt Vinnumálastofnunar. Alls voru 947 karlar atvinnulausir á Suðurnesjum og 643 konur.

Á landsvísu var skráð atvinnuleysi í apríl 9% en að meðaltali 14.669 manns voru atvinnulausir og minnkar atvinnuleysi um 2,6% frá mars, eða um 390 manns að meðaltali. Alls voru 15.932 atvinnulausir í lok apríl. Þeir sem voru atvinnulausir að fullu voru hins vegar 13.082, af þeim voru 3.701 í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar.

Á landsvísu er atvinnuleysið hlutfallslega mest á Suðurnesjum en minnst á Vestfjörðum þar sem það mældist 3,7% í lok síðasta mánaðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024