Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. janúar 2002 kl. 10:51

137 atvinnulausir í jólamánuðinum

Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum var um 137 í desember 2001 eða um 1,7% af áætluðum mannafla á Suðurnesjum en var 1,4% í nóvember sl.Atvinnuleysi kvenna mælist nú 2,9% en var 2,6% í nóvember sl. Atvinnuleysi karla mælist nú 1% en var 0,6 í nóvember sl. Atvinnulausum konum hefur fjölgað um 8 frá síðasta mánuði og atvinnulausum körlum um 19.
Af þeim sem skráðir eru atvinnulausir á Suðurnesjum eru 13 í hlutastörfum. Laus störf í boði voru 14. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar yfir atvinnuástandið í desember 2001
Meðaltal atvinnuleysis á landinu öllu er 1,9% þar af eru 58% atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og um 42% á landsbyggðinni. Á Norðurlandi eru tæplega 15% atvinnulausra, 6% á Suðurlandi, rúmlega 5% á Suðurnesjum og á Austurlandi, 4,5% á Vesturlandi, tæplega 4% á Norðurlandi vestra og tæplega 2% atvinnulausra á Vestfjörðum.
Atvinnulausum á Suðurnesjum fjölgaði um 27 miðað við mánuðinn á undan.
Í skýrslunni kemur fram að atvinnuástand versnar iðulega í janúar miðað við desember eða að meðaltali um 11,8% undanfarin 10 ár.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024