Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

132 milljóna króna hliði lokað fyrir fullt og allt!
Mánudagur 31. júlí 2006 kl. 16:32

132 milljóna króna hliði lokað fyrir fullt og allt!

Tæpu einu og hálfu ári eftir að nýtt hlið að varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli var opnað með viðhöfn og framkvæmdareikning upp á 132 milljónir króna hefur hliðinu verið lokað í síðasta skipti. Svokölluðu Aðalhliði Keflavíkurflugvallar hefur verið lokað og framvegis mun allri umferð inn á svæði herstöðvarinnar á Miðnesheiði vera beint um svokallað Grænáshlið.

Það þóttu talsverð tíðindi þann 4. mars 2005 þegar Aðalhliðið var opnað. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði þá í samtali við Víkurfréttirað nýja starfsaðstaðan breytti miklu fyrir lögregluna á Keflavíkurflugvelli. Verið væri að uppfylla kröfur nútímans.


Framkvæmdirnar fólu í sér byggingu nýrra varðskýla of vegabréfaskrifstofu auk breytinga á girðingu og lagningu bifreiðastæða. Verkið var unnið af Íslenskum aðalverktökum og nam kostnaður við verkið um 132 milljónum króna, eins og áður sagði.

Sé kostnaður við mannvirkið reiknaður á notkun þess, þá kostaði hver mánuður í notkun um 8,8 milljónir króna eða tæpar 300.000 krónur á dag.
 Myndir: Aðalhlið Keflavíkurflugvallar í dag, 31. júlí 2006. Lok, lok og læs og allt í stáli.

 

Neðri myndin frá opnun hliðsins þann 4. mars fyrir rúmu ári síðan.

 

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024