Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

13 ljósastaurar við Reykjanesbraut hafa fallið
Ljósastaurar við Fitjar og Reykjanesbraut. Mynd úr safni.
Mánudagur 26. janúar 2015 kl. 13:15

13 ljósastaurar við Reykjanesbraut hafa fallið

- Óvenju mikið segir Vegagerðin.

Þrettán ljósastaurar við Reykjanesbraut hafa fallið það sem af er vetri og þrír stóðust ekki álag vegna veðurs og féllu af þeim sökum. Það er óvenju mikið. Tíu féllu þegar ökumenn misstu stjórn á bílum sínum með þeim afleiðingum að fararskjótarnir lentu á ljósastaurum. Það er álíka og oft á vetrum. Frá þessu er greint á RÚV

Í fréttinni segir að Vegagerðin fari þessa dagana yfir málið og skoði sérstaklega kröfur sem gerðar séu til staura um vindálag. Innkaupum verði hagað til samræmis við það og jafnframt aðeins notaðir staurar sem fengið hafi vottun varðandi ákeyrslur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ennfremur segir að þrátt fyrir að staurum hafi fækkað um þrettán í vetur þurfi ekki að setja jafn marga staura upp og hafa fallið.

Eins og Víkurfréttir hafa áður greint frá hefur aðeins verið kveikt á öðrum hverjum ljósastaur við Reykjanesbraut síðan árið 2011 og með því ætlaði Vegagerðin að spara 10 milljónir króna á ári.