Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 1. febrúar 2002 kl. 10:25

13 liðsmenn virkir í vélhjólaklúbbnum Fafner MC

Talið er að um 13 liðsmenn séu virkir í vélhjólaklúbbnum Fafner MC í Grindavík, allt utanbæjarmenn. Að sögn lögreglunnar í Grindavík eru stofnendur félagsskaparins í Grindavík allir hættir þátttöku. "Þetta byrjaði nú bara sem saklaus mótorhjólaklúbbur, en hefur nú þróast í svona frekar ógæfulegan félagsskap," sagði Sigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Bætti hann því við að liðsmennirnir væru flestir búsettir á Reykjavíkursvæðinu. "Þeir eru hér bara vegna þess að þeir eiga húseign hérna og húseignin er á sölu," sagði hann og taldi litla eftirsjá af starfseminni úr bænum. "Þetta er skelfileg sending fyrir lítið samfélag ef þessi samtök ná hér einhverri fótfestu," sagði Sigurður og vísaði til þess að talið væri að Fafner hafi nýlega sótt formlega um inngöngu í samtök Hells Angels (Vítisengla) í Danmörku.

Sagði hann að nokkuð hafi verið um heimsóknir til Fafner frá Vítisenglunum en ekki af þeim fjölda sem nú var stöðvaður í Leifsstöð.

Jón Þór Dagbjartsson er fyrrum formaður vélhjólaklúbbsins Fafner MC. Hann lét af formennsku fyrir um ári síðar. "Þá var ég ekki sáttur við stefnu klúbbsins og gekk út," sagði hann en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Frétt af Vísir.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024