Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

13 ára í ökuferð
Mánudagur 27. febrúar 2006 kl. 09:16

13 ára í ökuferð

13 ára piltur ók bifreið foreldra sinna frá Grindavík í gærmorgun og ók sem leið lá til Hafnarfjarðar þar sem hann ók á tvö umferðarskilti og varð ökuferð hans ekki lengri. Að sögn lögreglunnar í Keflavík urðu nokkrar skemmdir á bílnum.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur annar var mældur á 115 km hraða og hinn á 112 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. Nokkuð hefur borið á hraðakstri í blíðviðrinu udanfarna daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024