Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

12.000 manns skoðuðu hvalinn um helgina
Hvalurinn í fjörunni neðan við golfvöllinn að Kirkjubóli á laugardag.
Mánudagur 15. mars 2021 kl. 10:25

12.000 manns skoðuðu hvalinn um helgina

Stanslaus straumur fólks var á Garðskaga og að Kirkjubólsvelli um helgina til að skoða hvalhræ sem rak þar upp í fjöru í síðustu viku. Íbúar við Garðskaga segja að þar hafi verið stöðug traffík frá því klukkan tíu í gærmorgun og fram yfir myrkur í gærkvöldi. Sama á við um laugardaginn en þá traffíkin aðeins minni. Umferðaröngþveiti var á Garðskaga og eins við golfskálann við Kirkjubólsvöll.

Óformleg talning var gerð í gær á þeirri umferð sem gekk eftir fjörukambinum frá Garðskaga og að Kirkjubóli. Þegar þeim sem gengu fjöruna og lögðu bílum sínum við golfvöllinn að Kirkjubóli er bætt inn í útreikninga er varlega áætlað að um 8.000 manns hafi lagt leið sína að hvalnum í gær, sunnudag. Á laugardaginn var umferðin eitthvað minni en varlega áætluð um 4.000 manns þann daginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er hins vegar búið að fjarlægja hræið af dýrinu þannig að gönguferð í fjöruna við golfvöllinn að Kirkjubóli er þá bara til heilsubótar en ekki til að sjá útblásinn hnúfubak.

Á golfvellinum að Kirkjubóli á laugardaginn. Stöðugur straumur fólks var á golfvellinum alla helgina til að skoða hvalhræið í fjörunni. 

Á Garðskaga síðdegis á sunnudag. Hér hefur aðeins dregið úr bílafjöldanum en það var lagt þétt um allan Garðskaga. VF-myndir: Hilmar Bragi