Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

1200 tonn af brotajárni flutt frá Helguvík
Þriðjudagur 10. maí 2005 kl. 16:14

1200 tonn af brotajárni flutt frá Helguvík

Síðastliðinn föstudag var í fyrsta sinn skipað út brotajárni frá atvinnusvæði Hringrásar í Helguvík. Mikill gangur hefur verið í starfsemi Hringrásar frá því að svæði fyrirtækisins í Helguvík var tekið í notkun í nóvember á síðasta ári og voru 1200 af þeim rúmlega 300 tonnum sem skipað var út á föstudag, frá Suðurnesjum.

Hringrás hefur komið að umhverfisátökum með Reykjanesbæ og hafa endurgjaldslaust safnað saman brotajárni og málmum. Auk þess skapar starfsemin tekjur fyrir höfnina í formi hafnargjalda, en samhliða minnkar umferð flutningabifreiða um Reykjanesbraut til öryggisauka.

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024