Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

1200 heimsóknir á Hjólað til góðs
Mánudagur 5. júní 2006 kl. 00:15

1200 heimsóknir á Hjólað til góðs

1200 heimsóknir voru á vefhlutann Hjólað til góðs á Hvítasunnudegi. Við hér hjá Víkurfréttum erum afar stolt af þeim áhuga sem fólk sýnir verkefninu. Ljóst er að heimsóknirnar eru að koma víða að.

Hjólakapparnir eru einnig duglegir að senda okkur texta og myndir. Þannig hafa fjórmenningarnir Jói, Simmi, Júlli og Gestur sent frá sér þrjá pistla þegar þetta er skrifað og myndir hafa verið settar í tvö ljósmyndagallerý.

Haldið verður frá Hótel Rangá í bítið að morgni annars í hvítasunnu og haldið í austur. Veðurspáin gerir ráð fyrir hliðarvindi á morgun og síðan fá kapparnir vindinn í bakið, sem er mikill munur frá því á fyrsta áfanganum, sem var vindur í fangið nær allan tímann.

Við hvetjum lesendur vf.is til að lesa nýjasta pistilinn á síðunni /hjolad

Þá hvetjum við alla til að taka þátt í söfnuninni með því að leggja eitthvað af mörkum inn á söfnunarreikninginn við Sparisjóðinn í Keflavík. Númer hans er 1109-05-411115 og kennitalan er 610269-3389.

Mynd: Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra heilsaði upp á hjólreiðakappana á Selfossi á Hvítasunnudag. Frá vinstri: Sigmundur Eyþórsson, Júlíus Júlíusson, Guðni Ágústsson, Gestur Pálmason og Jóhannes A. Kristbjörnsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024