Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 20. mars 2002 kl. 16:14

120 þátttakendur í stærðfræðikeppni grunnskólanna

Þetta er í fimmta sinn sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja stendur fyrir stærðfræðikeppni grunnskólanema 2002 og hefur hún alltaf verið í samvinnu við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Að þessu sinni var keppnin haldin á virkum degi eða 27. febrúar, og á sama tíma í sex öðrum skólum þ.e. í Fjölbrautaskólanum á Akranesi, Menntaskólanum í Kópavogi, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólanum við Sund, Menntaskólanum í Reykjavík og Flensborg.Tilgangur keppninnar er að auka áhuga nemenda á stærðfræði og efla samstarf við grunnskóla á svæðinu.
Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú og tóku 120 nemendur þátt í keppninni frá öllum byggðarlögum á Suðurnesjum nema Vogum sem voru í skíðaferð. Keppendur voru 65 í 8. bekk, 25 í 9. bekk og 30 í 10. bekk. Flestir keppendur komu úr Heiðarskóla eða 45 og eiga Björn Víkingur og félagar hrós skilið fyrir hve vel þeir standa að undirbúningi sinna nemenda fyrir keppnina og hvetja þau áfram.
Keppnin var erfiðari nú en oft áður. Skólinn veitir viðurkenningarskjöl fyrir 10 fyrstu sætin í hverjum árgangi og Íslandsbanki, sem hefur verið styrktaraðili frá upphafi, veitir nemendunum í þremur fyrstu sætunum peningaverðlaun. 15.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 10.000 kr. fyrir annað sætið og 5.000 kr. fyrir þriðja sætið.

8. bekkur
1. Bryndís Valdimarsdóttir Heiðarskóli
2. Karl Njálsson Gerðaskóli
3.-5. Berglind Ýr Kjartansdóttir Heiðarskóli
3.-5. Bjarni Þorsteinsson Holtaskóli
3.-5. Þóra Lilja Ragnarsdóttir Myllubakkaskóli

9. bekkur
1. Anna Andrésdóttir Njarðvíkurskóli
2. Þórunn Kristín Kjærbo Grunnskólinn Sandgerði
3.-4. Lilja G Magnúsdóttir Heiðarskóli
3.-4. María Rán Ragnarsdóttir Grunnskólinn Sandgerði

10. bekkur
1. Emily Huong Xuan Nguyen Myllubakkaskóli
2. Halldór Berg Harðarsson Grunnskólinn Sandgerði
3. Páll Guðmundsson Grunnskóli Grindavíkur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024