12,4% atvinnuleysi í október
Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum í október var 1,389 eða 12,4% samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Í lok mánaðar voru 1,564 skráðir atvinnulausir, 860 karlar og 704 konur.
Í Reykjanesbæ voru 1,122 skráðir atvinnulausir, 153 í Sandgerði, 118 í Grindavík, 101 í Garði og 70 í Vogum. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum en minnst á Norðurlandi vestra þar sem það mælist 2,2%.