Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

12,2% atvinnuleysi í október á Suðurnesjum
Fimmtudagur 11. nóvember 2010 kl. 13:50

12,2% atvinnuleysi í október á Suðurnesjum


Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum mældist 12,2% í október eða 1,313 manns. Atvinnuleysi helst svipað á milli ára í október en eykst á milli mánaða. Þannig mældist 11,3% atvinnuleysi í september síðastliðnum samanborið við 12,2 í október.

6,984 karlar voru  atvinnulausir á Suðurnesjum  í október síðastliðnum (meðalfjöldi) og 5,078 konur. Í lok októbermánaðar voru 1,074 skráðir atvinnulausir, 129 í Sandgerði, 105 í Grindavík, 82 í Garði og 74 í Vogum.

Langmesta atvinnuleysið er í aldurshópnum frá 20 -30 ára.

Skráð atvinnuleysi í október var 7,5% á landsvísu og jókst um 0,4 prósentustig frá september. Að meðaltali voru 12.062 atvinnulausir í október og fjölgaði um 515 manns. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024