117 kannabisplöntur teknar á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum lagði í fyrrakvöld hald á 117 kannabisplöntur við húsleit í húsi á Suðurnesjum. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn og yfirheyrður í tengslum við málið. Vísir.is greindi frá þessu.
Plönturnar voru í skúr við hliðina á húsinu, þar sem maðurinn hafði komið sér upp öllum tækjum og tólum til ræktunarinnar. Plönturnar voru í blóma og tilbúnar til niðurskurðar og vinnslu. Þær hefðu gefið umtalsvert magn fíkniefna.
Maðurinn sem um ræðir hefur gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöfina áður. Rannsókn málsins stendur enn, en hún mun vera vel á veg komin.