Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

112 milljónum úthlutað til félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík
Sunnudagur 2. júlí 2023 kl. 06:28

112 milljónum úthlutað til félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra úthlutaði tæpum 1,1 milljarði króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í liðinni viku. Af þeim fóru tæpar 112 milljónir til uppbyggingar á félagsaðstöðu eldri borgara sem nú er í byggingu við Víðihlíð. Í yfirliti yfir úthlutanir má sjá að stærsta einstaka úthlutunin er til Grindavíkur.

Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Alls voru veittir styrkir til 57 verkefna til margvíslegra framkvæmda og endurbóta á hjúkrunarheimilum um allt land, auk nýframkvæmdar við byggingu þjónustumiðstöðvar í Grindavík, eins og áður segir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024