110.000 krónur til Fjölskylduhjálpar Íslands
Starfsmannafélag Suðurnesja hefur veitt Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ stuðning í formi inneignarkorta í Nettó. Fjölskylduhjálpin fékk kort í Nettó að andvirði 110.000 krónur sem verður úthlutað til skjólstæðinga nú fyrir jólin.
Á myndinni sjáum við Önnu Valdísi Jónsdóttir verkefnastjóra hjá Fjölsylduhjálp Íslands taka við kortunum frá Stefáni B. Ólafssyni, formanni Starfsmannafélags Suðurnesja.