Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

107 smit á viku á Suðurnesjum - HSS hættir að taka hraðpróf fyrir viðburði
Frá og með næsta mánudegi verða hraðpróf á Suðurnesjum tekin hjá Öryggismiðstöðinni að Aðalgötu 60.
Föstudagur 17. desember 2021 kl. 14:25

107 smit á viku á Suðurnesjum - HSS hættir að taka hraðpróf fyrir viðburði

Síðustu viku voru tekin Alls hafa 2526 sýni vegna Covid-19 verið tekin á Suðurnesjum síðustu sjö daga og þar af 1521 hraðsýni. Alls voru 107 smit hér á svæðinu sl. viku.

Frá og með mánudeginum 20. desember mun HSS hætta að taka hraðpróf vegna viðburða. Heilsugæslan mun einbeita sér að sýnatökum vegna einkenna, smitgát og sóttkví á Iðavöllum 12a.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Öllum sem vantar hraðpróf vegna viðburða er bent á Öryggismiðstöðina á Aðalgötu 60. Hægt að skrá sig á testcovid.is.