Mánudagur 1. desember 2008 kl. 12:59
1012 án atvinnu á Suðurnesjum
Í dag eru 1012 einstaklingar án atvinnu á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar. Þar af eru 557 karlar og 455 konur. Á landinu öllu eru 6516 án atvinnu, þannig að hlutfall atvinnulausra á Suðurnesjum er mjög hátt.