Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

1000 styðja lögreglustjóra á Facebook
Þriðjudagur 23. september 2008 kl. 18:00

1000 styðja lögreglustjóra á Facebook

Stuðningsmenn Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, nálgast óðfluga 1000. Aðeins vantaði 9 einstaklinga upp á að þeir yrðu eittþúsund. Fjölmargir láta einnig skoðun sína í ljós með athugasemdum inni á stuðningssíðu við Jóhann.

Jóhann R. Benediktsson hefur boðað alla starfsmenn sína til fundar á morgun, miðvikudag, þar sem má vænta stórra tíðinda, án þess að Jóhann hafi í samtali við Víkurfréttir vilja staðfesta hver þau væru.
Sem kunnugt er af fréttum hefur dómsmálaráðherra ákveðið að auglýsa starf lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar. Greina má mikla undirliggjandi óánægju um öll Suðurnesin vegna þessarar ákvörðunar Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra. Stórn Lögreglufélags Suðurnesja hefur ályktað um málið.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner