100 útköll hjá BS fyrstu 14 daga ársins
Fjöldi útkalla Brunavarna Suðurnesja eru komin í hundrað á fyrstu 14 dögum ársins 2008. Mesta aukning er í fjölda sjúkraflutninga, sem toppar alla tölfræði og eru þeir nú orðnir samtals 89, eða tæp sjö útköll á sólarhring. Slökkvilið BS hafur sinnt 5 staðfestum eldum það sem af er árinu, en enginn þeirra hefur náð þeim alvarleika að valda alvarlegu-, stórtjóni eða slysum á fólki.