Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

100 nýjar íbúðir í Garði á fimm árum
Fimmtudagur 12. maí 2005 kl. 10:06

100 nýjar íbúðir í Garði á fimm árum

Á fundi Bæjarráðs Garðs í gær kom fram að frá árinu 2000 hafa verið byggðar 79 nýjar íbúðir í Garðinum. Fyrir liggur að búið er að úthluta 18 lóðum, sem framkvæmdir eru ekki hafnar á. Það stefnir því í að á næstu mánuðum hafi íbúðarhúsnæði fjölgað um 100 íbúðir á 5 árum.

Byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Garðs upplýsti að til eru 6 einbýlishúsalóðir í Bjarkar-og Birkitúni. Í deiliskipulagi eru 26 lóðir fyrir parhús og 11 lóðir fyrir einbýlishús.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024