Föstudagur 22. janúar 2010 kl. 09:17
100 krónur á hvern íbúa til hjálparstarfs
Sandgerðisbær ætlar að veita 100 krónum á hvern íbúa í bæjarfélaginu til hjálparstarfs á Haíti. Það gera samtals 175 þúsund krónur. Tillaga þessa efnis var borinn upp af Óskari Gunnarssyni á bæjarstjórnarfundi í gær og samþykkt samhljóða. Rauða Krossi Íslands verður falið að ráðstafa fénu.