Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

100 kr. á hvern íbúa í Garði til Haítí
Sunnudagur 21. febrúar 2010 kl. 18:44

100 kr. á hvern íbúa í Garði til Haítí

Bæjarstjórn Garðs samþykkir að veita sem samsvarar 100 kr. á hvern íbúa í Garði til hjálparstarfs vegna náttúruhamfara og yfirstandandi hörmunga á Haítí. Upphæðin 155.000.- kr. verður veitt til hjálparstarfs á Haítí og verður Rauða Krossi Íslands falin ráðstöfun fjárins.


Þetta var samþykkt samhljóða á síðasta bæjarstjórnarfundi í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Mynd: Frá hjálparstarfi á Haítí. Halldór Halldórsson frá Björgunarsveitinni Suðurnes hugar að slasaðri konu.