Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

100 gíga garðurinn nýtt aðdráttarafl í ferðaþjónustu
Mánudagur 12. september 2011 kl. 07:38

100 gíga garðurinn nýtt aðdráttarafl í ferðaþjónustu


Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja hafa undirritað samning  um 100 gíga garðinn. 100 gíga garðurinn er svæðið yst á Reykjanesi  sunnan Hafnabergs og brúar milli himsálfa  þar sem er meðal annars 100 gíga gönguleið sem sett hefur verið út af Ara Trausta Guðmundssyni jarðfræðingi.

Munu Ferðamálasamtökin hafa umsjón með ferðamannastöðum á svæðinu og framkvæmdir í náinni samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar og embættismenn bæjarins. Aðilar eru sammála um að vinna sameiginlega að áframhaldandi  uppbyggingu svæðisins til að efla og styrkja Reykjanesið sem viðkomustað  fyrir ferðamenn.

Myndin var tekin þegar samkomulagið milli Reykjanesbæjar og Ferðamálasamtaka Suðurnesja var handsalað á Reykjanesi fyrir helgi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024