100 ára flugafmælis minnst með útsýnisflugi frá Keflavík
Í ár er liðin öld frá því Wright-bræður fóru í fyrstu flugferðina árið 1903. Þetta afrek unnu þeir í Kitty Hawk í Norður- Karólínufylki í Bandaríkjunum. Fyrsta flugs félagið, félag áhugamanna um flugmál, mun minnast þessa flugafreks með ýmsum hætti á þessu ári. Fyrsti viðburðurinn verður útsýnisflug frá Keflavík með breiðþotu frá flugfélaginu Atlanta næstkomandi föstudag.Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að farið verði frá Keflavíkurflugvelli og stefnt inn á hálendi Íslands þar sem flugið verður lækkað til að farþegar njóti útsýnisins. Flugvélin rúmar 460 farþega en aðeins verður selt í 330 sæti þannig að sem flestir njóti útsýnisins.
Flugstjóri verður Arngrímur Jóhannson, einn af eigendum Atlanta og Ómar Ragnarsson fréttamaður mun lýsa landslaginu. Auk þeirra verða fimm trúðar með í ferðinni til að bregða á leik við farþega. Allir þátttakendur mun síðan fá sérstakt heiðurskjal til staðfestingar um að hafa verið í þessari afmælisflugferð flugsins.
Fyrsta flugs félagið og Flugmálafélag Íslands standa fyrir fluginu en samstarfsaðilar eru Atlanta og Vífilfell. Hægt er að að panta sæti næstu daga.
Flugstjóri verður Arngrímur Jóhannson, einn af eigendum Atlanta og Ómar Ragnarsson fréttamaður mun lýsa landslaginu. Auk þeirra verða fimm trúðar með í ferðinni til að bregða á leik við farþega. Allir þátttakendur mun síðan fá sérstakt heiðurskjal til staðfestingar um að hafa verið í þessari afmælisflugferð flugsins.
Fyrsta flugs félagið og Flugmálafélag Íslands standa fyrir fluginu en samstarfsaðilar eru Atlanta og Vífilfell. Hægt er að að panta sæti næstu daga.