Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 22. desember 2001 kl. 00:52

100.000 kr. styrkur í stað jólakorta!

Bláa Lónið ákvað að senda ekki hefðbundin jólakort í ár heldur styrkja Umhyggu um kr 100,000. Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Anna G. Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Bláa lónsins, afhenti Rögnu Marínósdóttur formanni Umhyggju, gjöfina. Ragna sagði við þetta tækifæri að gjöfin kæmi sér vel fyrir félagið þar sem margir foreldrar leita til Umhyggju á þessum árstíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024