10 tonn af vatni til Taílands
Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi lagði flugvél Loftleiða Icelandic af stað áleiðis til eyjunnar Phuket á Taílandi til að sækja um 200 sænska ferðalanga. Eyjan varð mjög illa úti í flóðunum sem skullu á svæðinu að morgni annars dags jóla. Gert er ráð fyrir að lent verði með ferðalangana í Stokkhólmi að morgni gamlársdags.
Til að nýta ferðina voru send um 10 tonn af vatni frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar sem bágstaddir fá. Rauði krossinn sendi einnig teppi með vélinni en íslensk flugáhöfn fór með henni.
Myndin: Unnið að lestun vatnsins í vélina í gærkvöldi. VF-ljósmynd/Atli Már Gylfason.