10 sækja um skólastjórastöðu
10 aðilar hafa sótt um stöðu skólastjóra Njarðvíkurskóla. Umsóknirnar voru lagðar fram á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær og var Eiríki Hermannssyni, fræðslustjóra, falið að leggja mat á umsækjendur.
Eftirtaldir aðilar sóttu um stöðuna:
Anna Margrét Ákadóttir, Árni Þorsteinsson, Daði Viktor Ingimundarson, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, Guðmundur Skúli Stefánsson, Guðrún Snorradóttir, Helgi Jóhann Hauksson, Jakob Bragi Hannesson, Sigríður Dúa Goldsworthy og Sigrún Birna Björnsdóttir.
VF-mynd/Þorgils Jónsson