Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

10 ára stúlka bjargaði ungu barni frá drukknun
Föstudagur 24. febrúar 2012 kl. 10:23

10 ára stúlka bjargaði ungu barni frá drukknun



Rúmlega tíu ára gömul stúlka bjargaði ungu barni frá drukknun í gær þegar hún var á sundæfingu í Sundmiðstöðini í Reykjanesbæ. Betur fór en á horfðist þegar atvikið átti sér stað rétt fyrir kvöldmat í gær.

Rúmlega eins árs gömul stúlka hafði þá fallið í sundlaugina og var að því er virtist hætt komin þegar að Aníka Mjöll, tíu ára, sem var á sundæfingu, sá litlu stúlkuna í lauginni. Aníka brást rétt við og synti strax að stúlkunni sem hún taldi þó fyrst að væri dúkka, enda var litla stúlkan ekki í sundfötum. Aníka náði að koma stúlkunni upp á bakkann og þá var sundþjálfarinn kominn að og tók við litlu stúlkunni. Að sögn sjónvarvotta var hún með meðvitund þegar hún kom upp á bakkann og snögg viðbrögð hafa sennilega komið í veg fyrir að ekki fór verr. Svo virðist sem að barnið hafi komist óséð úr búningsklefa og ofan í laugina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024