10 ára drengur varð fyrir bíl
Tíu ára drengur á hjóli varð fyrir bíl Reykjanesbæ í kvöld. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík meiddur á fæti. Óhappið varð á gatnamótum Hringbrautar og Aðalgötu. Drengurinn var með hjálm og telur lögreglan að hjálmurinn hafi bjargað því að ekki fór verr.
VFmynd/elg – Lögregla á vettvangi slyssins í kvöld.