10,4 milljónir nota íþróttamannvirki
Samtals hafa 10,4 milljónir manna notað íþróttamannvirki Reykjanesbæjar frá því sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust árið 1994.
Heildarfjöldi notenda íþróttamannvirkja á síðasta ári voru 687.439 þar af voru 220.485 sundgestir.
Heildarfjöldi notenda jókst um 31.312 frá árinu 2014 þar af sundgestum um 23.000 sem má rekja til lokunar og framkvæmda 2014.