10-15 fíkniefnamál til rannsóknar hjá lögreglu
Þessa dagana eru 10-15 fíkniefnamál til rannsóknar hjá Lögreglunni í Keflavík. Að sögn Guðmundar Baldurssonar fíkniefnalögreglumanns eru málin tilkomin af götuafskiptum lögreglumanna: „Við erum að ná litlu magni af fíkniefnum í þessum málum, en þó er alltaf eitthvað um það,“ sagði Guðmundur í samtali við Víkurfréttir.Fyrir nokkrum vikum var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut við venjubundið eftirlit og fundust þar fíkniefni og áhöld til neyslu þeirra.