10-11 til Keflavíkur
Samkeppni í matvöru og veitingarekstri er að aukast í Keflavík. Nú eru hafnar framkvæmdir við nýtt stórhýsi að Hafnargötu 51-53 í Keflavík þar sem 10-11 mun opna verslun á haustmánuðum.Framkvæmdir eru hafnar við 1100 fermetra verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Hafnargötu 51-55 í Keflavík. Þar mun verslunarkeðjan 10-11 opna á hausti komanda.Að sögn Halldórs Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Húsaness sem byggir og mun eiga húsið hefur verið gengið frá langtímaleigusamningi við 10-11 keðjuna. Verslunin verður með alla neðri hæð hússins, 550 fermetra, en á efri hæð verða skrifstofur sem Húsanes mun leigja út. Húsnæði gamla reiðhjólaverkstæðisins, nú síðast verslunarinnar Útisports á lóðinni við Hafnargötu 55, verður rifið. Auk 1100 fermetra húss er gert ráð fyrir bílastæðum fyrir framan. Halldór sagði að húsið yrði byggt með hraði og lokið við það á 5-6 mánuðum. Sem kunnugt er þá á Baugur hf. 10-11 verslunarkeðjuna. Annað fyrirtæki í eigu þessa stóra fyrirtækis, pissustaðurinn Pizza Hut hefur ákveðið að opna stað í Keflavík og hefur heyrst að forráðamenn fyrirtækisins séu að skoða lóð litlu neðar, eða við Framnesveg.Eins og áður hefur komið fram er Nóatún að opna matvöruverslun í gamla Félagsbíói. Það er því ljóst að samkeppnin á matvörumarkaði er að aukast á Suðurnesjum.