10-11 eykur enn vöruúrval Reykjanesbæjar
Matvöruverslun 10-11 opnaði með pomp og pragt síðastliðinn laugardag.Við tókum verslunarstjórann, Eydísi Ármannsdóttur, tali og spurðum hana út í opnunina. „Verslunin fékk frábærar móttökur þegar við opnuðum og fólk beið hreinlega í biðröð eftir að komast inn,“ segir Eydís. „Það var með ólíkindum hvað það var mikil traffík og hefur verið síðan við opnuðum. Fyrsti viðskiptavinurinn fékk auðvitað grænar rósir. Þrátt fyrir margar verslanir í bænum var samt beðið eftir þessari verslun. Sérstaða 10-11 eru bjartar og hreinar verslanir, gott vöruúrval, skjót afgreiðsla og langur opnunartími. Í 10-11 er opið frá klukkan tíu á morgnana til ellefu á kvöldin alla daga vikunnar. Stíft eftirlit er með allri ferskvöru. Grænmetið er yfirfarið bæði kvölds og morgna ásamt kjötvörunni. Ferskleiki er okkar einkenni. Staðsetningin er mjög góð og nóg af bílastæðum. Við erum alltaf í leiðinni þegar þér hentar.“