10.000 tonn af loðnu til Helguvíkur
Um 10.000 tonnum af loðnu hefur verið landað í Helguvík frá áramótum. Loðnuflokkun til frystingar hófst þar í dag. Hér er Þorsteinn Erlingsson í Saltveri að sýna okkur fallega loðnu sem fryst verður hjá fyrirtæki hans í nótt. Löndunarbið var í Helguvík í dag. Verið var að landa úr Hugin VF og Björg Jónsdóttir og Guðmundur Ólafur biðu löndunar.