10. bekkingar í Grindavík sópa götur og tína rusl
Þessa stundina eru 10. bekkingar í Grindavík á fullu að tína rusl og sópa götur. Krakkarnir byrjuðu kl. 13:00 og verða að til kl. 16:00. Krakkarnir eru að fara í samræmd próf nk. þriðjudag en að sögn Stefaníu Ólafsdóttur aðstoðarskólastjóra munu krakkarnir ekki tapa af kennslu í skólanum enda eru fögin sem prófað er í öll kennd fyrir hádegi.Nemendurnir sem fara í „útskriftarferð“ norður á land eftir prófin eru að þessu til að koma til móts við Grindavíkurbæ sem mun borga rútuferðina fyrir krakkana.