Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

1,9 milljónir söfnuðust í „Hjólað til heilla“
Föstudagur 24. september 2010 kl. 10:17

1,9 milljónir söfnuðust í „Hjólað til heilla“

Söfnunarfé átaksins „Hjólað til heilla“ var afhent á skrifstofu Styrktarfélags krabbameinssjúkra (SKB) barna nú í vikunni. Það var Haraldur Hreggviðsson hjólakappi úr Njarðvík sem var upphafsmaður átaksins en hann ákvað að hjóla hringveginn í kringum Ísland og safna áheitum fyrir SKB.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hringferðin, sem hófst þann 10. ágúst síðastliðinn, tók 12 daga og hafði Haraldur nafna sinn Helgason sér til halds og trausts á leiðinni. Hringnum var svo lokað þegar þeir félagar renndu í hlað hjá SKB laugardaginn 21. ágúst og tók fjölmenni á móti þeim. Áheitasöfnun í tengslum við hringferðina var í umsjón Lionsklúbbs Njarðvíkur en „Hallarnir“ eru félagar í klúbbnum. Alls söfnuðust 1,9 milljónir króna í áheit og afhenti Gunnar Örn Gunnarsson formaður Lionsklúbbsins Rósu Guðbjartsdóttur formanni SKB veglega ávísun á skrifstofu SKB nú í vikunni. Rósa þakkaði Lionsklúbbnum og „Höllunum“ innlega fyrir þann frábæra stuðning sem félagið fengi með þessu fjárframlagi.

Mynd: Fv. Benedikt Gunnarsson, Óskar Örn Guðbrandsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Haraldur Helgason, Þröstur Sigmundsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Haraldur Hreggviðsson, Stefán B. Ólafsson, Guðmundur Ingólfsson, Ingólfur Bárðarson og Björn Skúlason.