Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

1.7% atvinnuleysi á Suðurnesjum
Mánudagur 14. nóvember 2005 kl. 12:17

1.7% atvinnuleysi á Suðurnesjum

Alls skráðu 167 einstaklingar sig á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum í októbermánuði, eða 1.7% af mannafla. Um er að ræða smávægilega fjölgun frá síðasta mánuði, en alls skráðu 153 sig þá á atvinnuleysisskrá.

Atvinnuleysi á landsvísu mældist  1.4%.


Ketill Jósefsson, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að um væri að ræða eðlilega árstíðarbundna aukningu á atvinnuleysi sem orsakaðist helst af uppsögnum sumarstarfsfólks.
Hann bætti því við að ástandið á vinnumarkaði væri mun skárra en síðustu ár og eina samdráttinn á svæðinu mætti rekja til minnkandi umsvifa hjá Varnarliðinu.

Þrátt fyrir það hefur atvinnuástand batnað til muna ef litið er til síðustu ára, en í október í fyrra voru 261 á atvinnuleysisskrá, eða 2.6% mannafla.

Atvinnuleysi meðal kvenna er 2.5% en hjá körlum er hlutfallið 1.1%. Algengast er að fólk hafi verið atvinnulaust í 2-19 mánuði, en alls eru fimm einstaklingar á Suðurnesjum sem hafa verið atvinnulausir í tvö ár eða meira.

Skýrsla vinnumálastofnunar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024