1,2 milljónir flettinga á vf.is það sem af er maí – Vefurinn sá 10. stærsti á Íslandi
Víkurfréttir eru 10. stærsti vefur landsins með 12.879 notendur í síðustu viku. Þeir heimsóttu vefinn 36.395 sinnum og flettu honum 275.581 sinnum. Víkurfréttir hafa síðustu vikur verið dansandi í kringum 10. sætið og hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem ein af helstu netfréttasíðum landsins. Þó sveiflast heimsóknir á vefinn mikið á milli vikna og var aðsóknin um 12% minni í síðustu viku en vikuna á undan. Þrátt fyrir það höldum við 10. sætinu. Stökkið upp í 9. sætið kallar hins vegar á um 23.000 gesti í viðbót og það gæti orðið erfitt nú í sumarbyrjun, þegar skólar fara í frí og almenn netnotkun dregst saman.
Það sem af er mánuðinum hafa 34.400 einstaklingar heimsótt vef Víkurfrétta og innlitin eru nærri því 126.500. Flettingarnar í maí eru orðnar 1.200.000 og enn lifir vika af mánuðinum. Í gær, mánudag voru notendur Víkurfrétta á Netinu 3.092 og innlitin 5.969 og flettingarnar rúmlega 50.000. Sem fyrr eru myndasöfnin að fá flestar flettingar en einstaka fréttir fá einnig hundruð innlita. Stærsta fréttin í gær var t.a.m. skoðuð rúmlega 1200 sinnum.
Skoða lista Samræmdrar vefmælingar hér
Myndatexti: Víkurfréttir á prentuðu formi eru lesnar af 90,1% Suðurnesjamanna - Vinsældir vefútgáfunnar virðast ekki vera mikið minni!