1. maí í skugga atvinnuleysis og kreppu
1886 manns eru nú skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum, 1089 karlar og 797 konur.
Í mars síðastliðnum mældist atvinnuleysi á svæðinu 14,3%. Hlutfallslega er það langmest á landinu öllu. Nokkuð hefur hægst á straumi þeirra sem koma inn á atvinnuleysisskrá sem þykir vonandi benda til þess að farið sé að sjá til botns. Talsvert hefur dregið úr hópuppsögnum en þær eru þó enn að koma og um næstu mánaðamót munu 100 manns á félagssvæði VSFK fá uppsagnarbréf. Stærstur hluti þess hóps eru starfsmenn í mannvirkjagerð.
Á föstudaginn er 1.maí, baráttudagur launafólks. Óhætt er að segja að hann verði haldinn í skugga kreppu og atvinnuleysis. Að því tilefni birtum við ítarlegt viðtal við Kristján Gunnarsson, formann VSFK í Víkurfréttum nú í vikunni.