1. maí: Hátíðardagskrá í Fjölbrautaskólanum
Hátíðardagskrá stéttarfélaganna í tilefni af 1. maí, alþjóðlegum degi verkafólks verður haldin á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja á morgun.
Húsið opnar kl. 13.45, en meðal þess sem verður í boði er ræðumaður dagsins sem að þessu sinni er Halldór Grönvold, aðst. framkvæmdastjóri ASÍ. Þá mun Leikfélag Keflavíkur flytja atriði úr revíunni Bærinn breiðir úr sér, Vignir Bergmann syngur nokkur lög, sem og Söngsveitin Víkingarnir.
Að sjálfsögðu verður boðið upp á glæsilegar kaffiveitingar og börnum er boðið á bíó í Sambíói Keflavík kl. 14.
Þá má einnig geta þess að Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis býður félagsmönnum til kaffisamsætis í Samkomuhúsinu í Sandgerði á morgun.
Dagskrá hefst kl. 15, en þar er ræðumaður dagsins Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ og Hobbitarnir syngja og spila fyrir gesti.