070707 frátekið fyrir brúðkaup?
Bæjarráð Garðs setur spurningamerki við það hvort dagsetningin 07.07.07 sé heppileg fyrir sæstu sólseturshátíð á Garðskaga. Lagt er til að dagsetning Sólseturshátíðar sé skoðuð nánar þar sem vitað er t.d. að mörg brúðkaup verða 07.07.07 og því ekki víst að það sé heppilegur dagur fyrir hátíðina. Garðmenn verða því að ráðfæra sig við prest og kanna hvort önnur dagsetning henti betur fyrir sólseturshátíðina.