Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 19. maí 2003 kl. 13:51

Ýmis óæskilegur aukavarningur í fernugámum

Nýverið hefur Sorpeyðingarstöð Suðurnesja unnið við að setja upp sérstaka fernugáma við Bónus, Kaskó, Samkaup, Olís (Grindavík), ESSO (Gerðahreppi), verslunina Ölduna (Sandgerði) og félagsmiðstöðina í Vogunum. Fernunum sem safnað er saman eru fluttar til Sorpu þar sem þær eru fluttar áfram til endurvinnslu í Svíþjóð, auk pappírsins sem til fellur í pappírsgámunum. Fernugámarnir eru staðsettir við hlið pappírsgámana sem fyrir voru og eru gámarnir vel merktir.Því miður hefur borið á því, þótt að gámarnir séu vel aðgreindir með sérstökum merkjum, að ýmislegt annað en það sem á að fara í gámana fljóti með. Þessi “aukavarningur” rýrir verðgildi pappírs og ferna til endurvinnslu. Eins og sjá á meðfylgjandi myndum ratar ekki bara pappír/dagblöð/tímarit eða fernur ofan gámana eins og vera ber.

Í pappírs- og fernugámunum hafa fundist eftirfarandi úrgangur sem á EKKI heima þar:
1. Plastið utan um blöðin/pappírinn/tímaritin
2. Pakkar utan um morgunkorn (Cheerios, Corn Flakes…)
3. Pizza kassar
4. Bílamottur (fannst í fernugámi í Garðinum)
5. Plastflöskur
6. Almennt sorp
Við hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja vonum að þessi nýbreytni falli Suðurnesjabúum vel í geð og hvetjum þá til að nýta sér þessa þjónustu. En svörunin við fernugámunum hefur verið góð til þessa og vonum við að svo verði áfram. Því miður hefur pappírsöfnun farið dalandi á undanförnum árum en engin viðhlítandi skýring er á því. Ein skýringin gæti verið sú að það er almennt viðhorf á Suðurnesjum að það taki því ekki að safna þessu saman til að setja í pappírsgámana því að þetta fari allt í brennsluna hvort sem er. Það sanna er að allur pappír fer til móttökustöðvar Sorpu, sem sér síðan um að flytja hann til Svíþjóðar til endurvinnslu.

Virðingarfyllst,
Aron Jóhannsson
Umhverfisfulltrúi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024