Yfirlýsing vegna umræðu um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.
Við brottför varnarliðsins haustið 2006 tóku íslensk stjórnvöld við varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Alþingi samþykkti þá um haustið lög um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu en því var skipt í þrjá hluta, flugvallarsvæði, öryggissvæði og þróunarsvæði. Lögin heimila Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf., sem stofnað hafði verið 26. október 2006, að annast í umboði ríkisins umsýslu fasteigna á svæði sem koma eigi hið fyrsta í arðbær borgaraleg not. Fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu að í umsýslu felist m.a. úttekt á svæðinu, hreinsun þess og eftir atvikum niðurrif mannvirkja, rekstur, sala og útleiga fasteigna. Þar segir ennfremur að fjármálaráðherra muni gera þjónustusamning við félagið í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins. Félagið sjálft muni gagnvart þriðju aðilum lúta sömu reglum og ríkið varðandi t.d. útboðsskyldu verkefna og gagnsæi og jafnræði í rekstri og umsýslu eigna. Í fjárlögum ársins 2007 er ennfremur heimild til fjármálaráðherra til að selja eignir ríkisins á varnarsvæðinu.
Þjónustusamningur Þróunarfélagsins við fjármálaráðherra var undirritaður 8. desember 2006. Þar segir meðal annars að tilgangurinn með stofnun félagsins hafi verið sá að koma fasteignum í eigu ríkisins á svæðinu sem fyrst í skipuleg, hagfelld, borgaraleg not með það að markmiði að jákvæð samfélagsleg áhrif verði sem mest og neikvæðum áhrifum á nærsamfélagið verði haldið í lágmarki. Lögð er áhersla á að ljúka sölunni á sem stystum tíma, þó þannig að það samrýmist markmiðum um hagkvæma nýtingu eignanna. Áréttað er að félagið skuli ávallt við sölu eigna ríkisins gæta þess að mismuna ekki aðilum og í því skyni skuli eignirnar auglýstar opinberlega til sölu og val á viðsemjendum ekki byggjast á öðrum sjónarmiðum en mati á hagstæðasta tilboði. Þá eru í þjónustusamningnum ákvæði um almennar skyldur samningsaðila, þ.m.t. um að Þróunarfélagið skuli virða útboðsskyldu skv. lögum um opinber innkaup og hæfisreglur stjórnsýslulaga. Rétt er að taka fram að tilvísunin í lög um opinber innkaup vísar fyrst og fremst í kaup félagsins á verki, þjónustu eða vöru.
Tryggilega var þannig frá því gengið af hálfu löggjafans og fjármálaráðherra að traust umgjörð væri um starfsemi Þróunarfélagsins og sölu fasteigna ríkisins af þess hálfu. Sú fullyrðing að Ríkiskaup hefðu átt að annast sölu fasteignanna á ekki við rök að styðjast, sbr. t.d. 9. gr. reglugerðar um ráðstöfun eigna ríkisins nr. 206/2003 þar sem segir að fjármálaráðherra geti við sérstakar aðstæður veitt heimild til að víkja frá ákvæðum hennar varðandi framkvæmd við sölu eigna ríkisins. Þá eiga ákvæði laga um útboðsskyldu á Evrópska efnahagssvæðinu ekki við um þá sölu fasteigna sem hér um ræðir.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar er alfarið í eigu ríkisins og fer forsætisráðherra með hlutabréf ríkisins í félaginu. Ákveðið var við stofnun þess að bjóða sveitarfélögunum á Suðurnesjum aðild að stjórn félagsins enda eiga þau mikið undir því að umbreyting varnarsvæðisins í borgaraleg not heppnist vel. Sveitarfélögin eiga einn fulltrúa af þremur í stjórn félagsins og geta meðal annars þannig haft umtalsverð áhrif á þróun svæða, val á starfsemi sem laða á að og þar með á ráðstöfun eigna.
Fljótlega eftir að félagið tók til starfa kom í ljós að sala eigna gæti gengið hraðar en búist var við. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur reglulega upplýst bæði fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið, sem handhafa hlutabréfs ríkisins í félaginu, um fyrirkomulag sölu á eignum og önnur verkefni félagsins. Þá er rétt að geta þess að fjármálaráðherra gaf Þróunarfélaginu 8. maí s.l. almennt umboð til sölu fasteigna þannig að hver einstök sala hefur ekki verið borin upp við fjármálaráðherra til samþykktar.
Félagið stóð frammi fyrir því að selja annað hvort tiltölulega hratt í stærri einingum eða draga það á langinn og selja eignirnar í smærri skömmtum til fleiri aðila. Félagið hefur valið fyrri kostinn í fullu samráði við stjórnvöld enda verður að hafa í huga sérstöðu svæðisins og þeirra fasteigna sem hér um ræðir. Það eru líka hagsmunir ríkisins að salan gangi hratt fyrir sig til að draga úr rekstrar- og umsýslukostnaði. Einnig er mikilsvert að fá inn öfluga aðila sem eru líklegir til að hleypa lífi í atvinnuuppbyggingu á svæðinu og taka þátt í frekari þróun þess.
Þá hafa undanfarna daga komið fram af hálfu Þróunarfélagsins nánari útskýringar á því hvernig staðið var að auglýsingu eigna í umsýslu þess og á hvaða sjónarmiðum var byggt við val á viðsemjendum. Upplýsingar um fyrirhugaða sölu hafa verði aðgengilegar á heimasíðu félagsins og í almennum auglýsingum sem birtar hafa verið í fjölmiðlum. Ekkert bendir til annars en að allir sem vildu hafi átt þess kost að bjóða í eignir í umsýslu félagsins og fyllsta jafnræðis hafi verið gætt.
Af öllu framansögðu er ljóst að Þróunarfélagið hefur unnið faglega eftir settum lögum og þjónustusamningi við fjármálaráðuneytið. Á forsætisráðuneytið ekki von á öðru en að þetta verði staðfest af hálfu Ríkisendurskoðunar við reglubundna yfirferð yfir reikninga félagsins. Vonir standa til þess að félagið fái starfsfrið til að sinna áfram því mikla uppbyggingarstarfi sem hafið er á fyrrverandi varnarsvæði í nánu samstarfi við heimamenn.
Forsætisráðuneytið, 22. nóvember 2007
Þjónustusamningur Þróunarfélagsins við fjármálaráðherra var undirritaður 8. desember 2006. Þar segir meðal annars að tilgangurinn með stofnun félagsins hafi verið sá að koma fasteignum í eigu ríkisins á svæðinu sem fyrst í skipuleg, hagfelld, borgaraleg not með það að markmiði að jákvæð samfélagsleg áhrif verði sem mest og neikvæðum áhrifum á nærsamfélagið verði haldið í lágmarki. Lögð er áhersla á að ljúka sölunni á sem stystum tíma, þó þannig að það samrýmist markmiðum um hagkvæma nýtingu eignanna. Áréttað er að félagið skuli ávallt við sölu eigna ríkisins gæta þess að mismuna ekki aðilum og í því skyni skuli eignirnar auglýstar opinberlega til sölu og val á viðsemjendum ekki byggjast á öðrum sjónarmiðum en mati á hagstæðasta tilboði. Þá eru í þjónustusamningnum ákvæði um almennar skyldur samningsaðila, þ.m.t. um að Þróunarfélagið skuli virða útboðsskyldu skv. lögum um opinber innkaup og hæfisreglur stjórnsýslulaga. Rétt er að taka fram að tilvísunin í lög um opinber innkaup vísar fyrst og fremst í kaup félagsins á verki, þjónustu eða vöru.
Tryggilega var þannig frá því gengið af hálfu löggjafans og fjármálaráðherra að traust umgjörð væri um starfsemi Þróunarfélagsins og sölu fasteigna ríkisins af þess hálfu. Sú fullyrðing að Ríkiskaup hefðu átt að annast sölu fasteignanna á ekki við rök að styðjast, sbr. t.d. 9. gr. reglugerðar um ráðstöfun eigna ríkisins nr. 206/2003 þar sem segir að fjármálaráðherra geti við sérstakar aðstæður veitt heimild til að víkja frá ákvæðum hennar varðandi framkvæmd við sölu eigna ríkisins. Þá eiga ákvæði laga um útboðsskyldu á Evrópska efnahagssvæðinu ekki við um þá sölu fasteigna sem hér um ræðir.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar er alfarið í eigu ríkisins og fer forsætisráðherra með hlutabréf ríkisins í félaginu. Ákveðið var við stofnun þess að bjóða sveitarfélögunum á Suðurnesjum aðild að stjórn félagsins enda eiga þau mikið undir því að umbreyting varnarsvæðisins í borgaraleg not heppnist vel. Sveitarfélögin eiga einn fulltrúa af þremur í stjórn félagsins og geta meðal annars þannig haft umtalsverð áhrif á þróun svæða, val á starfsemi sem laða á að og þar með á ráðstöfun eigna.
Fljótlega eftir að félagið tók til starfa kom í ljós að sala eigna gæti gengið hraðar en búist var við. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur reglulega upplýst bæði fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið, sem handhafa hlutabréfs ríkisins í félaginu, um fyrirkomulag sölu á eignum og önnur verkefni félagsins. Þá er rétt að geta þess að fjármálaráðherra gaf Þróunarfélaginu 8. maí s.l. almennt umboð til sölu fasteigna þannig að hver einstök sala hefur ekki verið borin upp við fjármálaráðherra til samþykktar.
Félagið stóð frammi fyrir því að selja annað hvort tiltölulega hratt í stærri einingum eða draga það á langinn og selja eignirnar í smærri skömmtum til fleiri aðila. Félagið hefur valið fyrri kostinn í fullu samráði við stjórnvöld enda verður að hafa í huga sérstöðu svæðisins og þeirra fasteigna sem hér um ræðir. Það eru líka hagsmunir ríkisins að salan gangi hratt fyrir sig til að draga úr rekstrar- og umsýslukostnaði. Einnig er mikilsvert að fá inn öfluga aðila sem eru líklegir til að hleypa lífi í atvinnuuppbyggingu á svæðinu og taka þátt í frekari þróun þess.
Þá hafa undanfarna daga komið fram af hálfu Þróunarfélagsins nánari útskýringar á því hvernig staðið var að auglýsingu eigna í umsýslu þess og á hvaða sjónarmiðum var byggt við val á viðsemjendum. Upplýsingar um fyrirhugaða sölu hafa verði aðgengilegar á heimasíðu félagsins og í almennum auglýsingum sem birtar hafa verið í fjölmiðlum. Ekkert bendir til annars en að allir sem vildu hafi átt þess kost að bjóða í eignir í umsýslu félagsins og fyllsta jafnræðis hafi verið gætt.
Af öllu framansögðu er ljóst að Þróunarfélagið hefur unnið faglega eftir settum lögum og þjónustusamningi við fjármálaráðuneytið. Á forsætisráðuneytið ekki von á öðru en að þetta verði staðfest af hálfu Ríkisendurskoðunar við reglubundna yfirferð yfir reikninga félagsins. Vonir standa til þess að félagið fái starfsfrið til að sinna áfram því mikla uppbyggingarstarfi sem hafið er á fyrrverandi varnarsvæði í nánu samstarfi við heimamenn.
Forsætisráðuneytið, 22. nóvember 2007